Alls voru 2306 af 3196 börnum og unglingum á aldrinum 6-17 ára sem nýttu frístundastyrk hjá Akureyrarbæ árið 2016. Það þýðir að 72% barna og unglinga á þessum aldri notuðu styrkinn. Frístundastyrkurinn var notaður fyrir alls 36.405.315 kr. 2016 sem samsvarar að meðalstyrkupphæð þessara 2.306 barna og unglinga var 15.787 kr. en styrkurinn var 16.000 kr.  Flestar skráningar voru hjá Fimleikafélagi Akureyrar en rúm 58% allra skráninga voru hjá þremur félögum: FIMAK, Þór og KA.