Á morgun, þriðjudaginn 21. febrúar ætlar Árskóli á Sauðárkróki að halda árlega íþróttahátíð. Allir nemendur skólans mæta í Árskóla við Skagfirðingabraut kl. 8:10, án námsbóka en mega hafa með sér íþróttaskó. Nemendur fara fyrst með sínum umsjónarkennara í bekkjarstofu.

Nemendur í 1. – 3. bekk eiga að ganga inn um kjallarainngang við Skagfirðingabraut (félagsmiðstöð).

  • Dagskráin hefst kl. 8:25 í íþróttahúsinu og lýkur u.þ.b. kl. 12:00. 
  • Léttur „heilsubiti“ í boði skólans er kl. 10:10.
  • Umsjónarkennarar sjá um að koma Árvistarbörnum á milli húsa eftir íþróttahátíðina.
  • Foreldrar og aðrir velunnarar velkomnir!

Auðveldast er fyrir áhorfendur að ganga inn í íþróttahús að vestanverðu.