Alls voru 57 án atvinnu í lok febrúar 2020 í Fjallabyggð. Þar af voru 29 karlar og 28 konur. Atvinnuleysi mælist nú 5,2% í Fjallabyggð og hefur ekki mælst svona hátt síðan í mars 2017, þegar atvinnuleysi var 6,6%.

Þá voru 27 manns atvinnulausir í Dalvíkurbyggð í lok febrúar 2020, þar af voru 17 karlar og 10 konur án atvinnu. Atvinnuleysi mælist nú 2,5% í Dalvíkurbyggð.