Alls eru 52 einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi eystra, en enginn er í einangrun á svæðinu. Mestur fjöldi er Akureyri og úthverfum, en þar eru 30 manns í sóttkví. Í Fjallabyggð eru aðeins 3 í sóttkví, tveir á Siglufirði og einn í Ólafsfirði. Þá eru 12 manns í Mývatnssveit í sóttkví. Á öllu landinu eru 729 í sóttkví og aðeins 10 í einangrun.

Mynd frá Lögreglan á Norðurlandi eystra.