49 lið blaka á Húsavík um helgina

Völsungur á Húsavík heldur nýársblakmót nú um helgina. Það eru 49 lið sem taka þátt og hvert lið spilar fjóra leiki. Vegna fjöldans þá er einnig spilað á Laugum.  Lokapartý Völsungs verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 7. janúar.