49 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 49 án atvinnu í Fjallabyggð í apríl 2019. Alls eru 28 karlar og 21 kona án atvinnu í Fjallabyggð og mælist nú 4,4% og lækkaði um 0,4% á milli mánaða.

Þá voru 23 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í apríl 2019. Alls eru 13 karlar og 10 konur án atvinnu og mælist atvinnuleysi 2,1% í Dalvíkurbyggð.