46 ára kona fékk hjartastopp á æfingu á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 7. mars síðastliðinn var hin 46 ára gamla Helga Sigríður Eiríksdóttir sem er námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, á fótboltaæfingu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, en þar hné hún niður og fór í hjartastopp. Félagar hennar á æfingunni veittu henni lífgjöf með hjartahnoði og stuðtæki. Feykir.is greindi fyrst frá þessu. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar var hún send í hjartaþræðingu á Landspítalanum á Hringbraut.  Hún fór þar í frekari rannsóknir og leiddi það í ljós að hún hafi áður fengið áfall án þess að hafa tekið eftir því.

Texti birtur með leyfi Feykis.