Alls voru 42 án atvinnu í Skagafirði í janúar 2020, og er þetta mestur fjöldi síðan í febrúar 2017. Alls eru 29 karlar og 13 konur án atvinnu í Skagafirði. Atvinnuleysi mælist nú 1,9% í Skagafirði og hefur ekki verið hærra síðan í febrúar 2017 þegar atvinnuleysi mældist 2,2% í Skagafirði.