41 atvinnulaus í lok desember í Fjallabyggð

Alls voru 41 manns atvinnulausir í Fjallabyggð í lok desember 2016. Þar af voru 15 karlar og 26 konur.  Á Dalvík voru 166 atvinnulausir í lok desember, þar af 76 karlar og 90 konur. Í Skagafirði voru 40 án atvinnu, 15 karlar og 25 konur. Á Akureyri voru 375 án atvinnu, þar af 165 karlar og 210 konur.