Alls voru 41 án atvinnu í Fjallabyggð í júní 2019.  Alls eru þetta 24 karlar og 17 konur sem eru án atvinnu í Fjallabyggð. Atvinnuleysi mælist nú 3,7% í Fjallabyggð en var 4,1% í maí.

Í Dalvíkurbyggð eru 24 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 2,2% í Dalvíkurbyggð. Í Skagafirði voru 15 án atvinnu í júní og mælist atvinnuleysi aðeins 0,7%.  Á Akureyri voru 301 án atvinnu í júní og mælist atvinnuleysi nú 2,8%.