Vinnuskóli Skagafjarðar tók til starfa á mánudag en fyrsta verk unglinganna er að hreinsa rusl úr fjörunni við Borgarsand. Verkið sóttist vel og vóg dagsverkið 400 kíló.
Um 150 unglingar starfa við Vinnuskólann í sumar og 25 í átaksverkefninu V.I.T. sem er fyrir 16-18 ára ungmenni. Allir unglingar yngri en 18 ára sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og sóttu um starf, fá vinnu hjá Vinnuskólanum í sumar. Fjölmörg verkefni bíða unglinganna, hreinsun gatna og torga, sláttur í görðum auk hefðbundinna garðyrkjustarfa. Þá er hluti hópsins að vinna við stofnanir sveitarfélagsins, íþróttamannvirki, leikskóla, sumar T.Í.M., golfvöllinn og nokkur fyrirtæki sem eru í samstarfi við Vinnuskólann um að fóstra og leiðbeina ungmennum í vinnu.