Laugardaginn 21. september n.k. mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Fyrrum starfsmenn skólans eru boðnir velkomnir til borðhalds í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki sem hefst kl. 19:00. Þeir sem hyggjast taka þátt í borðhaldinu eru beðnir um að senda skilaboð þess efnis á netfangið fnv@fnv.is merkt „Afmæli FNV“ fyrir 15. september næstkomandi.