Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að meistaraflokkurinn í knattspyrnu hafi spilað æfingaleik í Kórnum á laugardaginn s.l. við HK en leikurinn tapaðist 2-1.

Donni þjálfari hafði úr mörgum strákum að velja fyrir þennan leik.

Byrjunarliðið var þannig skipað. Christoffer Eklund, Bjarni Smári, Bjarki Már, Böddi, Pálmi, Árni Einar, Alli, Jói Reynistað, Óskar Smári, Guðni og Milos.

Fyrri hálfleikur var mjög fínn hjá strákunum. Tindastólsliðið var með tvo stráka á reynslu í þessum leik og var það einmitt annar þeirra sem skoraði fínt mark eftir glæsilegt einstaklingsframtak hjá starfsmanni Ölgerðarinnar, honum Óskari Smára. Donni gerði margar breytingar í hálfleik en þær virkuðu ekki eins vel, því liðið átti frekar dapran seinni hálfleik og endaði á því að tapa leiknum 2-1.

Næsti leikur liðsins er 18.Febrúar gegn ÍA í lengjubikarnum. Leikurinn er kl:12:00 uppá Akranesi. Þannig að það er tilvalið fyrir Skagfirðinga að renna við á Skaganum og horfa á fótboltann, áður en haldið er í höllina og horft á Bikarúrslitaleik Tindastóls og Keflavíkur í körfunni.