Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) stóð fyrir mótinu vanur/óvanur í gær á Siglógolf á Siglufirði. Veður var sérlega gott og mjög góð mæting kylfinga á mótið.  Alls voru 36 sem tóku þátt í mótinu eða 18 lið. Mótið var innanfélagsmót og leikið var texas scramble með forgjöf.  Leiknar voru 9 holur í þessu móti.

Í Texas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði.  Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið.  Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið.  Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna.

Úrslit:

1. sæti. 28 högg – Bræður = Jóhann Már og Jón Heimir Sigurbjörnssynir
2. sæti. 31 högg – Vanur/Vanur = Sævar Örn og Gabríel Reynisson
3. sæti. 33 högg – Siggi Óli Biddýar = Ólafur og Sigurður Óli

Nándarverðlaun:

6. braut : Sigurgeir Haukur
7. braut : Sigurður Óli
9. braut : Mikael Daði

Öll úrslit:

Úrslit úr vanur/óvanur 2019
Sæti: Högg m/forgjöf Nafn á liði Leikmenn
1 29 Bræður Jóhann Már og Jón Heimir
2 31 Vanur/vanur Sævar Örn og Gabríel
3 33 Siggi Óli Biddýar Óli Björs og Sigurður Óli
4 34 Valló Kári Freyr og Egill Rögnvalds
5 34 Káralingar Ólafur Kára og Jakob Kára
6 34 Florida-Skaginn Guðjón og Sigurgeir
7 35 3 Súkkulaði Ingvar, Óðinn og Oddný
8 36 Súlur Ólína og Berglind
9 36 Kahlúa Jósefína og Sigurlaug
10 36 1976 Benedikt og Agnar Þór
11 37 SteiniogOlli Þorsteinn og Ólafur Natan
12 37 Bjórfrændur Hallgrímur og Brynjar
13 38 K.M Karl og Magni
14 39 Hamborgarinn Magnús og Mikael
15 40 L7 Sindri og Brynjar Harðar
16 40 Súlur 1 Aldís og Ingvar
17 43 Dúa Stefán og Aðalbjörg
18 46 Fossvegsgellur Jóhanna og Kristín

Úrslit koma frá fésbókarsíðu GKS.

Image may contain: 5 people, people smiling, mountain, outdoor and nature
Myndir: Kristján L. Möller. Birtar með leyfi.
Image may contain: mountain, sky, golf, nature and outdoor
Myndir: Kristján L. Möller. Birtar með leyfi.
Image may contain: mountain, grass, sky, outdoor and nature
Myndir: Kristján L. Möller. Birtar með leyfi.