36 atvinnulausir í Fjallabyggð

Alls voru 36 atvinnulausir í Fjallabyggð í október 2017, mælist nú 3,2% atvinnuleysi en var 2,5% í september. Fjölgaði því atvinnulausum um 7 á milli mánaða í Fjallabyggð. Þá voru 25 án atvinnu í október í Dalvíkurbyggð og fjölgaði um 6 á milli mánaða.