36 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 36 án atvinnu í Fjallabyggð í apríl 2018, en voru 42 í mars og 50 í apríl. Þar af eru 21 karl og 15 konur án atvinnu. Það hefur því verið jákvæð þróun í atvinnumálum í Fjallabyggð síðustu mánuði. Atvinnuleysi í Fjallabyggð mælist nú 3,14% en var 3,70% í mars.

Í Dalvíkurbyggð voru 26 án atvinnu í apríl 2018, á Akureyri voru 255 án atvinnu og í Sveitarfélaginu Skagafirði voru 27 án atvinnu í apríl 2018.

Tölfræði fréttar kemur frá Vinnumálastofnun.