Alls voru 34 án atvinnu í október 2018 í Fjallabyggð. Þar af voru 17 karlar og 17 konur. Atvinnuleysi mælist nú 3,1% í Fjallabyggð og er aðeins eitt annað sveitarfélag á Norðurlandi sem mælist hærra, en það er Skagaströnd en þar er nú 5% atvinnuleysi.

Í Dalvíkurbyggð eru 15 án atvinnu í október 2018 og mælist atvinnuleysi aðeins 1,4%.  Á Akureyri eru 233 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 2,2%.

Í Skagafirði eru 26 án atvinnu og  mælist atvinnuleysi aðeins 1,2%.