Samkvæmt nýjustu tölum þá hafa 30 einstaklingar á Norðurlandi verið greindir með staðfest smit af kórónuveirunni. Alls eru 17 smit á Norðurlandi vestra og 13 smit á Norðurlandi eystra. Þá eru 818 manns í sóttkví á Norðurlandi. Sveitarstjóri Norðurþings hefur staðfest fyrsta smitið á Húsavík. Ekki var um að ræða einstakling sem var í skilgreindri sóttkví. Á meðan að smitrakning var unnin í morgun var ákveðið að loka einni deild á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík, en nú síðdegis fékkst það staðfest að ekki þurfi að koma til frekari lokana og verður því leikskólinn allur opinn á morgun eins og verið hefur.
Smitið er líklegast rakið til hótels í Mývatnssveit, en fleiri smit hafa verið rakin til sama hótels á þessum tíma. Viðkomandi hefur haft mjög takmörkuð samskipti útávið eftir dvölina við Mývatn og því fáir sem þurfa að sæta sóttkví vegna málsins