30% fleiri gistinætur á hótelum á Norðurlandi

Gistinætur á Norðurlandi hafa aukist um 30% á tímabilinu frá júní 2016 til júní 2017 borið saman við tímabilið júní 2015 til júní 2016.  Frá júní 2015 til júní 2016 voru 226.375 gistinætur á Norðurlandi, en í frá júní 2016 til júní 2017 voru 295.296.  Í júnímánuði 2017 voru 36.753 gistinætur á hótelum á Norðurlandi.

Nýting herbergja á Norðurland í maí 2017 var 53,3%, en lægst var nýtingin í janúar 2017, eða 16,5%. Nýtingin herbergja á Norðurlandi fyrir allt árið 2016 var 48,5%. Best var nýtingin í júlí 2016, 88,2% og ágúst 89,1%

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Upplýsingar eru unnar úr gögnum frá Hagstofu Íslands.