Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, þar af eru 2412 umsækjendur á Norðurlandi.  Flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu en yfir 12 þúsund starfsmenn í greininni hafa sótt um bætur á öllu landinu. Úr verslun og vöruflutningum hafa yfir 6 þúsund umsóknir hafa borist. Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.