Að vanda verður fjölbreytt dagskrá á á Akureyri á 17. júní. Dagskrá verður í Lystigarðinum á Akureyri frá kl. 13:00-14:00. Dagskrá verður í miðbænum frá 14:00-16:00 og aftur frá kl. 20:00 til miðnættis.
Dagskráin er sem hér segir:
Kl. 13-13.45: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum
- Lúðrasveit Akureyrar spilar. Stjórnandi: Una Björg Hjartardóttir
- Fánahylling
- Hugvekja, Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni í Glerárkirkju
- Kirkjukór Akureyrarkirkju. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson
- Ungskáldið Sölvi Halldórsson flytur ljóð
- Hátíðarávarp: Nýr forseti bæjarstjórnar
- Vandræðaskáld fjalla um lýðveldið með sínum hætti
Kl. 13.45-14: Skrúðganga frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi
Lögregla, Skátafélagið Klakkur og Lúðrasveit Akureyrar leiða gönguna.
Kl. 14-16: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi
- Lúðrasveit Akureyrar
- Fjallkona
- Nýstúdent
- Gutti og Selma kynna dagskrána
- Einar Mikael töframaður
- Villi vísindamaður
- Söngvaflóð
- Steps dancecenter
- Leikhópurinn Lotta
Kl. 17 siglir Húni II frá Torfunefsbryggju, ókeypis fyrir alla.
Kl. 20-24: Kvölddagskrá í miðbænum
- Skátakvöldvaka í Skátagilinu
- Tónleikar á Ráðhústorgi
- Gringlo
- Villi Naglbítur
- Volta
- Norður
- Hamrabandið
- Marsering nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri kl. 23.30