Alls eru núna 2210 í einangrun á Norðurlandi, þar af 1975 á Norðurlandi eystra og 235 á Norðurlandi vestra.

Þá eru 161 í einagrun í Skagafirði. Alls eru 114 í einangrun í Dalvíkurbyggð og 9 í Hrísey. Þá eru 75 í einangrun í Fjallabyggð, 48 á Siglufirði og 27 í Ólafsfirði. 1365 eru í einangrun á Akureyri og 262 á Húsavík.

Alls voru 2393 smit greind í gær á öllu landinu og 102 á landamærum.

Alls hafa greinst 2998 covid smit á Akureyri síðustu 14 daga.

Alls hafa 469 greinst með covid í Dalvíkurbyggð í heildina frá því skráingar hófust.

48 eru á sjúkrahúsi og 2 á gjörgæslu.