Frjálsíþróttadeild ÍR hélt sína árlegu Silfurleika ÍR í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 17. nóvember.  Metþátttaka var á mótinu að þessu sinni, skráðir keppendur voru 666 talsins og í mörgum greinum voru keppendur á bilinu 40-60 talsins.  Skagfirðingar sem kepptu voru 13 og unnu þeir alls til 16 verðlauna.  Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta.  Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu.

Verðlaunahafar UMSS:

  • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17):  1. sæti í 60m og 2. sæti í 200m hlaupi.
  • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14):  2. sæti í 60m, 200m, 60m grindahlaupi og þrístökki.
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15):  2. sæti í 60m, 60m grindahlaupi og hástökki.
  • Ari Óskar Víkingsson (11):  2. sæti í 60m hlaupi.
  • Berglind Gunnarsdóttir (11):  2. sæti í kúluvarpi.
  • Sæþór Már Hinriksson (12):  2. sæti í þrístökki.
  • Vala Rún Stefánsdóttir (13):  2. sæti í kúluvarpi.
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir (14):  3. sæti í 60m grindahlaupi og kúluvarpi.
  • Elínborg Margrét Sigfúsdóttir (13):  3. sæti í 600m hlaupi.
  • Aðrir keppendur UMSS stóðu sig líka með sóma og voru framarlega í sínum greinum.