Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun þá voru 157 án atvinnu í Fjallabyggð í lok mars mánaðar og jókst um 100 manns á milli mánaða. Atvinnuleysi mælist nú 7% í Fjallabyggð.

Þá eru 238 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í lok marsmánaðar, og mælist atvinnuleysi þar núna 5,3%.

Á Akureyri eru 1794 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 5,21%.

Í Skagafirði eru 175 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 3,7%.

Almennt atvinnuleysi fór strax vaxandi framan af marsmánuði á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, einkum þó þegar líða tók á mánuðinn þegar lög um minnkað starfshlutfall tóku gildi sem heimiluðu að starfshlutfall launafólks yrði fært niður í allt að 25% starf á móti greiðslum atvinnuleysisbóta sem námu þá allt að 75% hlutfalli á móti launum.