15 brautskráðir frá Háskólanum á Hólum

Í gær fór fram brautskráning frá Háskólanum á Hólum við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju. Erla Björk Örnólfsdóttir rektor skólans hélt ávarp ásamt Haraldi Benediktssyni þingmanni.
Alls brautskráðust 15 nemendur, allir af grunnnámsstigi háskólans. Þrír með diplómu í viðburðastjórnun, þrír með BA-gráðu í ferðamálafræði, þrír með diplómu í reiðmennsku og reiðkennslu og sex í fiskeldisfræði. Þar með eru brautskráningar frá Háskólanum á Hólum í ár orðnar alls 74.
Að athöfn lokinni var viðstöddum boðið til veglegs kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist, á veitingastaðnum Undir Byrðunni.