Þann 1. maí léku Kormákur/Hvöt gegn Hömrunum á Hvammstangavelli. Þetta var fyrsti leikur þessa sumarsins og var hann í forkeppni bikarkeppni KSÍ.

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar fengu mörg marktækifæri og voru lokatölur 1-0 Kormáki/Hvöt í vil. Það var hann Sveinbjörn Guðlaugsson sem skoraði á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Herði Gylfasyni. Lið Kormáks/Hvatar leikur ekki í deildakeppni í ár, en tekur þátt í bikarkeppninni.

Lið Kormáks/Hvatar er því komið í gegnum forkeppni bikarkeppni KSÍ og er næsti leikur við Magna frá Grenivík. Sá leikur fer fram á Grenivíkurvelli sunnudaginn 6. maí n.k. kl. 14:00.