Á vef Síldarminjasafns Íslands kemur fram að mikil ánægja sé meðal forsvarsmanna safnsins með 12% aukningu í gestafjölda fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra.

Sú mikla breyting hefur orðið á undanförnum árum að gestir heimsækja nú safnið allan ársins hring.  Vetrarferðamennska í Fjallabyggð hefur tekið stakkaskiptum eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð árið 2010 en það sama ár voru gestir safnsins fyrstu sex mánuði ársins tæplega 200% færri en þeir eru nú.

Nánari upplýsingar opnunartíma safnsins má finna á vef Síldarminjasafnsins.

Verðskrá 2019

  • 1.800 kr. fyrir fullorðna.
  • 1.000 kr. fyrir lífeyrisþega og ungmenni undir 20 ára.
  • Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd foreldra.
  • Aðgangseyrir fyrir hópa (10 eða fleiri) 1.500 kr.

Aðgangsmiðinn gildir í öll þrjú safnhús Síldarminjasafnsins og á Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Við Síldarminjasafnið