Frístundasvið Skagafjarðar auglýsir eftir fyrirtækjum/ atvinnurekendum/stofnunum, sem vilja vera samstarfsaðilar í atvinnuátaki 16-18 ára í sumar. Það felst í því að fyrirtæki ráða til sín ungmenni á þessum aldri, þ.e. fædd 1994 og 1995,  í a.m.k. 6 tíma vinnu á dag að lágmarki í 6 vikur, eða alls 240 tíma á tímabilinu 4.júní – 17.ágúst. Launakostnaður skiptist 50-50%  . Markmiðið er að enginn yngri en 18 ára verði atvinnulaus í sumar.

Ungmennin þurfa að sýna fram á að þau hafi sótt um starf annarsstaðar en verið synjað. Einnig þurfa þau að sækja um að komast í verkefnið . Alls er gert ráð fyrir að 20 ungmenni geti fengið vinnu á vegum V.I.T. ( vinna -íþróttir-tómstundir ) .

Opnað verður fyrir umsóknir í næstu viku á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arnar yfirmaður Vinnuskólans í síma 6604685 , eða á netfangið vinnuskoli@skagafjordur.is